logo-for-printing

23. mars 2020

Yfirlýsing peningastefnunefndar 23. mars 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Horfur eru á að útbreiðsla COVID-19, aðgerðir til að hefta sjúkdóminn og efnahagslegar afleiðingar hans muni kalla á verulega aukningu útgjalda ríkissjóðs. Útlit er því fyrir að afkoma ríkissjóðs versni í ár og að hann þurfi að afla sér töluverðs lánsfjár með útgáfu ríkisbréfa. Að öðru óbreyttu dregur það lausafé úr umferð og þrýstir upp ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa sem truflar eðlilega miðlun peningastefnunnar á sama tíma og aðgerðir Seðlabanka Íslands miða að því að létta á fjármálalegum skilyrðum heimila og fyrirtækja.

Peningastefnunefnd mun gera það sem þarf til að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Nefndin ákvað því á aukafundi í gær að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Nánari upplýsingar verða birtar síðar.

 

 

Nr. 9/2020
23. mars 2020


Til baka