Dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) hefur sent dreifibréf til tilkynningarskyldra aðila skv. a-k-liðum 2. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Tilefnið er yfirlýsing Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) um aðlögun eftirlits og áhættumats vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka í ljósi áhrifa COVID-19.
Í dreifibréfinu er meðal annars lögð áhersla á mikilvægi þess að tilkynningarskyldir aðilar haldi áfram, þrátt fyrir þær aðstæður sem nú eru uppi, að sinna aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í því skyni að standa vörð um trúverðugleika, stöðugleika og orðspor fjármálamarkaðarins. Þá beinir Fjármálaeftirlitið því til tilkynningarskyldra aðila á fjármálamarkaði að þeir leggi mat á hvort þær aðstæður sem nú eru uppi gefi tilefni til að uppfæra áhættumat og þá jafnframt hvort aðlaga þurfi áhættumiðað eftirlit í takt við breyttar aðstæður.
Dreifibréfið í heild sinni er að finna hér: