17. júlí 2020
Stjórnvaldssekt vegna brots Arion banka hf. gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Hinn 7. júlí 2020 tók fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt að fjárhæð 87.700.000 krónur á Arion banka hf. vegna brots á 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Fjármálaeftirlitsnefnd hefur tekið ákvörðun um að birta allar ákvarðanir um álagningu stjórnvaldssekta í heild sinni, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 92/2019 um Seðlabanka Íslands, sbr. frétt þess efnis 6. þessa mánaðar.
Ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar má finna hér: Ákvörðun Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um álagningu stjórnvaldssektar vegna brots Arion banka hf.