logo-for-printing

23. júlí 2020

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá júní 2020

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara nefndarinnar
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands frá fundi nefndarinnar 22.-23. júní hefur verið birt. Á fundinum ræddi nefndin m.a. um stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættur í fjármálakerfinu, fjármálasveifluna, fasteignamarkaðinn, skilavald og stuðningslán. Ákvað nefndin að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum í samræmi við tilkynningu nefndarinnar frá 18. mars sl. Hluti fundarins var sameiginlegur fundur fjármálastöðugleika- og peningastefnunefndar sbr. yfirlýsingu nefndanna frá 24. júní sl. Nefndirnar samþykktu að Seðlabankinn útfærði sérstakan tímabundinn veðlánaramma til að fjármagna stuðningslán með 100% ríkisábyrgð.

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar 22.-23. júní 2020

Meðfylgjandi mynd er af fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara hennar og fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytis. Í neðri röð frá vinstri: Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, formaður nefndarinnar, Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri, varaformaður nefndarinnar, og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri. Í efri röð frá vinstri eru Eggert Þröstur Þórarinsson ritari, Tómas Brynjólfsson, fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytis, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson og Axel Hall.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina.
Til baka