logo-for-printing

14. ágúst 2020

Athuganir tengdar frystingu fjármuna í eigu aðila á þvingunarlistum

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur athugað fylgni 41 tilkynningarskylds aðila við ákvæði laga um frystingu fjármuna og skráningu á lista yfir þvingunaraðgerðir og útbreiðslu gereyðingarvopna. Markmið laganna er að hindra fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu og fjármögnun gereyðingarvopna. Niðurstöður benda til þess að ekki hafi komið upp tilvik hjá tilkynningarskyldum aðilum þar sem viðskiptamaður hefur verið skráður á þvingunarlista og því ekki reynt á skyldu til frysta fjármuni.

Sjá nánar hér: Athuganir tengdar frystingu fjármuna í eigu aðila á þvingunarlistum.

 

Til baka