logo-for-printing

28. ágúst 2020

Sérstakur tímabundinn veðlánarammi vegna stuðningslána

Bygging Seðlabanka Íslands

Frá og með 2. september nk. mun Seðlabanki Íslands bjóða viðskiptabönkum og sparisjóðum upp á sérstök veðlán vegna stuðningslána með 100% ríkisábyrgð í samræmi við tilkynningu bankans frá. 24. júní sl. Þar til annað verður ákveðið verða þessi sérstöku veðlán í boði einu sinni í mánuði, og útboðsdagar verða fyrsti miðvikudagur í hverjum mánuði.

Lánin verða veitt á meginvöxtum Seðlabankans, nú 1%, gegn tryggingum sem metnar eru hæfar í viðskiptum Seðlabankans hverju sinni. Til samræmis við ofangreint mun Seðlabanki Íslands uppfæra tímabundið veðlista bankans og breyta til bráðabirgða reglum nr. 1200/2019 um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands.

 

Frétt nr. 27/2020
28. ágúst 2020


Til baka