logo-for-printing

30. september 2020

Reglubundin gjaldeyrissala Seðlabanka Íslands

Bygging Seðlabanka Íslands

Frá og með fimmtudeginum 1. október nk. og til mánaðarloka mun Seðlabanki Íslands selja viðskiptavökum á gjaldeyrismarkaði 3 m. evra hvern viðskiptadag, samtals 66 m. evra. Viðskiptin munu fara fram fljótlega eftir opnun markaðarins og eigi síðar en kl. 10 árdegis. Viðskiptin eru í samræmi við yfirlýsingu nr. 30/2020 sem birtist 9. september 2020.

Seðlabankinn hóf sölu á gjaldeyri til viðskiptavaka með reglubundnum hætti 14. september og er markmiðið að auka dýpt gjaldeyrismarkaðarins og bæta verðmyndun. Samtals seldi bankinn 39 m. evra (6,3 ma.kr.) með reglubundnum hætti í september.

Reglubundin gjaldeyrissala hefur ekki áhrif á yfirlýsta stefnu bankans um að grípa inn í á gjaldeyrismarkaði til að draga úr sveiflum eftir því sem hann telur tilefni til.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í síma 569 – 9600.

Sjá hér hlekk á tilkynningu bankans frá 9. þessa mánaðar: Reglubundin gjaldeyrissala Seðlabanka Íslands

Frétt nr. 35/2020
30. september 2020


Til baka