20. október 2020
Nýtt kynningarefni fyrir ýmsa aldurshópa
Starfsfólk Seðlabanka Íslands hefur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa og uppfæra kynningarefni sem einkum er ætlað yngri aldurshópum. Efnið er meðal annars hugsað fyrir skólahópa sem ekki hafa getað komið í heimsókn í Seðlabankann vegna COVID-19-faraldursins.
Hér er meðal annars að finna almenna kynningu á starfi Seðlabankans sem byggir á þeim kynningum sem skólahópar hafa fengið, fróðleikur um sögu Seðlabankans og húsnæði, hugtök og skýringar og síðan laufléttar spurningar og svör fyrir alla aldurshópa.
Það er von starfsfólksins að skólahópar og allur almenningur geti haft eitthvert gagn og gaman að þessum fróðleiksmolum. Ef lesendur hafa einhverjar ábendingar má koma þeim á framfæri á netfangið sedlabanki@sedlabanki.is.