Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá september 2020
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands frá fundi nefndarinnar 21.-22. september hefur verið birt. Á fundinum ræddi nefndin m.a. um stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri einstakra fjármálafyrirtækja, fasteignamarkaðinn, fjármálainnviði og fjármálasveifluna. Nefndin ákvað að halda sveiflujöfnunaraukanum óbreyttum í samræmi við tilkynningu nefndarinnar frá 18. mars sl.Sjá hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 21.-22. september 2020