30. október 2020
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samþykkir yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta GAMMA Capital Management hf. til Kviku eignastýringar hf.
Hinn 19. október 2020 samþykkti Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta GAMMA Capital Management hf. til Kviku eignastýringar hf. sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á rekstri eftirtalinna sjóða:• SIV Fjármögnun, kt. 601015-9940
• ATOM, kt. 430417-9910
• GAMMA: Méllon, kt. 490115-9940
• GAMMA Alternative Credit Fund, kt. 440417-9810
• GAMMA: DENARIUS, kt. 590716-9950
Hinn 27. október samþykkti Fjármálaeftirlitið einnig yfirfærslu tiltekins rekstrarhluta GAMMA Capital Management hf. til Kviku eignastýringar hf. sbr. 1. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Um er að ræða yfirfærslu á rekstri eftirtalinna sjóða:
• GAMMA: SQUARE, kt. 650615-9800
• GAMMA: AKKUR, kt. 580614-9650
• GAMMA: Ægisdyr, kt. 600213-9890
• GAMMA: Vor, kt. 480313-9840