logo-for-printing

20. nóvember 2020

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Ascraeus ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Arctica Finance hf.

Harpan og bygging Seðlabanka Íslands
Hinn 18. nóvember 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) að þeirri niðurstöðu að Ascraeus ehf. væri hæft til að fara með allt að 20% virkan eignarhlut í Arctica Finance hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið komst jafnframt að þeirri niðurstöðu að Jón Þór Sigurvinsson væri hæfur til að fara með allt að 20% virkan eignarhlut í Arctica Finance hf. með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhlut sinn í Ascraeus ehf. og Arctica Eignarhaldsfélagi ehf.
Til baka