logo-for-printing

14. janúar 2021

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis

Skjaldarmerki

Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2020 er nú aðgengileg hér á vef bankans. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni auk greinargerða frá ytri nefndarmönnum.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Skýrslan hefur verið til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Frá því að síðasta skýrsla var send Alþingi hefur nefndin haldið þrjá reglulega fundi og var síðasta yfirlýsing nefndarinnar birt 18. nóvember 2020. Eftirfarandi skýrsla fjallar um störf nefndarinnar frá júlí til desember 2020.

Skýrsluna má nálgast hér: Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir seinni hluta ársins 2020

Skýrslur ytri nefndarmanna:

Skýrsla Gylfa Zoëga

Skýrsla Katrínar Ólafsdóttur

Fyrri skýrslur um störf peningastefnunefndar má finna hér: Skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis


Til baka