26. janúar 2021
Seðlabankastjóri með erindi á málfundi um ferðaþjónustuna
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tók þátt í málfundi Ferðaklasans, KPMG og SAF í dag, þriðjudaginn 26. janúar, um málefni ferðaþjónustunnar. Yfirskrift fundarins var Viðspyrna ferðaþjónustunnar en seðlabankastjóri fjallaði um stöðu greinarinnar í ljósi COVID-faraldursins og sóknarfæri hennar á komandi árum.
Glærusýningu sem seðlabankastjóri studdist við á fundinum má nálgast hér: Viðspyrna ferðaþjónustunnar.