05. febrúar 2021
Greinargerð til forsætisráðherra um verðbólgu yfir fráviksmörkum
Seðlabanki Íslands hefur sent forsætisráðherra greinargerð í tilefni af því að verðbólga fór í janúarmánuði sl. yfir fráviksmörk verðbólgumarkmiðsins.
Verðbólgumarkmiðið er skilgreint í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans 27. mars 2001. Víki verðbólga meira en 1½ prósentu frá settu 2½% markmiði ber bankanum að ná verðbólgu svo fljótt sem auðið er inn fyrir þau mörk að nýju. Jafnframt ber bankanum að senda greinargerð til ríkisstjórnar þar sem fram kemur hver ástæða frávikanna er, hvernig bankinn hyggst bregðast við og hve langan tíma hann telur það taka að ná verðbólgumarkmiðinu að nýju.
Greinargerðin er aðgengileg hér.
Bréf til forsætisráðherra með greinargerðinni er aðgengilegt hér.
Sjá hér nýjustu Peningamál.