logo-for-printing

10. febrúar 2021

Niðurstaða athugunar á aðgerðum Arctica Finance hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt niðurstöðu athugunar á aðgerðum Arctica Finance hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmið athugunarinnar var að kanna fylgni Arctica Finance hf. við afmarkaða þætti laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og einnig, eftir atvikum, eldri laga nr. 64/2006 um sama efni. Þá voru könnuð atriði tengd alþjóðlegum þvingunaraðgerðum og fylgni við lög nr. 64/2019 um frystingu fjármuna.

Sjá nánar: Niðurstaða athugunar á aðgerðum Arctica Finance hf. gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Til baka