logo-for-printing

19. febrúar 2021

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2021

Bygging Seðlabanka Íslands og Esjan á bakvið

Seðlabanki Íslands birtir mánaðarlega tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Grunnur dráttarvaxta hefur ekkert breyst frá síðustu vaxtatilkynningu Seðlabankans Íslands nr. 01/2020 dags 19. janúar sl. þar sem að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda meginvöxtum bankans óbreyttum við síðustu meginvaxtaákvörðun sína hinn 3. febrúar sl. sbr. yfirlýsingu þar um sama dag. Grunnur dráttarvaxta, þ.e. lán gegn veði til 7 daga, er því óbreyttur 1,50%.

Dráttarvextir haldast þar af leiðandi óbreyttir og verða áfram 8,50% fyrir tímabilið 1. - 31. mars 2021.

Aðrir vextir sem Seðlabanki Íslands tilkynnir, haldast einnig óbreyttir og verða því áfram sem hér segir fyrir tímabilið 1. – 31. mars 2021:

• Vextir óverðtryggðra útlána 3,30%
• Vextir verðtryggðra útlána 1,90%
• Vextir af skaðabótakröfum 2,20%

Tilkynning um dráttarvexti og vexti af peningakröfum nr. 02/2021


Til baka