logo-for-printing

12. mars 2021

PSD2 - ný löggjöf um greiðsluþjónustu og breytingar á greiðslumarkaði

Bygging Seðlabanka Íslands

Stefnt er að því að svonefnd PSD2 tilskipun Evrópusambandsins verði lögfest hér á landi á þessu ári með setningu nýrra heildarlaga um greiðsluþjónustu og hefur frumvarp að lögunum verið lagt fram. Gildistakan hefur það meðal annars í för með sér að fleiri fyrirtæki munu geta veitt þjónustu sem bankar veita, með þeim upplýsingum sem bankar hafa einir búið að.

Til að undirbúa breytingarnar hafa verið teknar saman upplýsingar um PSD2 á vef Seðlabanka Íslands. Þar er löggjöfin kynnt, farið yfir breytingar sem hún hefur í för með sér og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra sem hyggjast veita greiðsluþjónustu í samræmi við hina nýju löggjöf.

Sjá hér: PSD2 - ný löggjöf um greiðsluþjónustu og breytingar á greiðslumarkaði.


Til baka