logo-for-printing

29. mars 2021

Sveiflujöfnunarauka haldið óbreyttum

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands

Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki óbreyttum. Að mati nefndarinnar eru ekki komin fram skýr merki um aukningu í sveiflutengdri kerfisáhættu og enn ríkir nokkur óvissa um gæði útlánasafna fjármálafyrirtækja vegna áhrifa farsóttarinnar.

Gildi sveiflujöfnunarauka er endurskoðað ársfjórðungslega og taka ákvarðanir um hækkun alla jafnan ekki gildi fyrr en tólf mánuðum síðar.

Yfirlýsing nefndarinnar verður birt 14. apríl nk.

Fylgiskjal:
Bakgrunnur ákvörðunar um sveiflujöfnunarauka, 24. mars 2021.

Frétt nr. 9/2021
29. mars 2021


Til baka