logo-for-printing

31. mars 2021

Samruni Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf.

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlitsnefnd hefur samþykkt samruna Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og miðast samþykkið við 30. mars 2021. Réttindum og skyldum TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. telst reikningslega lokið 1. janúar 2021 og frá og með þessum degi tekur Kvika banki hf. við öllum réttindum og skyldum vegna TM hf. og Lykils fjármögnunar.

Heiti hins sameinaða fyrirtækis er Kvika banki hf., lögheimili þess er að Katrínartúni 2 í Reykjavík.

Sú starfsemi sem fyrir samrunann var rekin af Lykli fjármögnun hf. verður eftir samrunann rekin í útibúi sem er hluti af Kviku banka hf. Starfsemin verður fyrst um sinn áfram að Síðumúla 24, sem verður áfram greiðslustaður skuldaskjala fyrrum skuldunauta Lykils fjármögnunar hf.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga um fjármálafyrirtæki.


Til baka