09. apríl 2021
Viðtal við hönnuð íslenskra peningaseðla
Í tilefni af 60 ára afmæli Seðlabanka Íslands og þess að fjörutíu ár eru liðin frá gjaldmiðilsbreytingu þegar ný seðlaröð var fyrst sett í umferð er hér birt stutt viðtal og frásögn með Kristínu Þorkelsdóttur, hönnuði, sem hefur ásamt Stephen Fairbairn hannað alla íslenska peningaseðla sem gefnir hafa verið út frá 1981. Í viðtalinu fer Kristín yfir undirbúning og hugmyndavinnu við gerð myndefnis á peningaseðlunum. Sjón er sögu ríkari.