logo-for-printing

03. maí 2021

Sérrit 14: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir

Sérrit 14: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rit um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, ytri stöðu og áhættuþætti. Þar er fjallað um greiðslujöfnuð og ytri stöðu á árinu 2020, sem litaðist talsvert af COVID-19-faraldrinum, og dregin upp greiðslujafnaðarsviðsmynd fyrir árið 2021. Kastljósinu er sérstaklega beint að þróun viðskipta við útlönd og fjármagnsflæðis til og frá landinu og að áhrifum breytinga í flæði á erlenda stöðu, samsetningu erlendra eigna og skulda og innlendan gjaldeyrismarkað.

Meginniðurstaða ritsins er að þótt heimsfaraldurinn hafi haft talsverð áhrif á greiðslujöfnuðinn í fyrra og muni hafa nokkur áhrif út þetta ár þá var þjóðarbúið vel í stakk búið til að mæta áfalli. Viðskiptajöfnuður hafði verið jákvæður frá árinu 2009 sem hafði ásamt farsælli losun fjármagnshafta bætt erlenda stöðu þjóðarbúsins og gert það mögulegt að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Erlendar skuldir í upphafi faraldursins höfðu ekki verið lægri í tvo áratugi, gjaldeyrisforðinn var rúmur og hrein erlend staða hin hagstæðasta frá stofnun lýðveldisins. Innlendur þjóðarbúskapur var af þeim sökum vel búinn undir að mæta verri ytri skilyrðum og viðsnúningi í fjárfestingum erlendra aðila í innlendum fjáreignum.

Ritið er hið fjórtánda í röð Sérrita bankans og er það aðgengilegt á vef Seðlabanka Íslands.

Sjá hér: Sérrit nr. 14: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir.    

Til baka