04. júní 2021
Samkomulag um sátt vegna brota Kviku banka hf. á ákvæðum laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti
Hinn 29. apríl 2021 gerðu Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Kvika banki hf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt, að fjárhæð 18.000.000 kr., vegna brota félagsins á tilteknum ákvæðum laga um verðbréfaviðskipti.Í samkomulaginu kemur m.a. fram að bankinn hafi ekki sinnt skyldum sínum um greiningu hagsmunaárekstra áður en til viðskipta almennra fjárfesta með skuldabréfið OSF II 18 01 var stofnað. Þá hafi upplýsingagjöf um fjárfestingarkostinn til viðskiptavina ekki verið nógu ítarleg eða greinargóð og að upplýsingar og umfjöllun um fjárfestingarkostinn sem og aðila tengdum honum hafi ekki uppfyllt kröfur um að vera skýr, sanngjörn og ekki villandi. Ennfremur hafi bankinn ekki sinnt skyldum sínum um mat á hæfi í tilvikum 30 viðskiptavina og um flokkun viðskiptavina í fimm tilvikum.
Sjá nánar: Samkomulag um að ljúka máli með sátt.