logo-for-printing

24. júní 2021

Grein um fullveldi og peningastefnu birt í nýjustu útgáfu Efnahagsmála

Forsíða Efnahagsmála númer 10

Ritið Efnahagsmál nr. 10 með greininni „Fullveldi og peningastefna“ eftir Arnór Sighvatsson hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands. Í greininni er fjallað um peningalegt fullveldi, hvernig hugmyndir um það hafa þróast í gegnum aldirnar og því verið beitt til tekjuöflunar, eflingar viðskipta eða hagstjórnar.

Þá er fjallað um takmörk peningalegs fullveldis, m.a. í ljósi óheftra fjármagnshreyfinga og alþjóðavæðingar viðskiptalífsins, hvernig þróun hagfræðikenninga hefur haft áhrif á skilning stjórnvalda og fræðimanna á hlutverki peningalegs fullveldis, togstreitu sem myndast getur á milli trúverðugleika peningastefnu og þarfar fyrir sveigjanleika í hagstjórn, valið á milli leiða samtryggingar og sjálfstryggingar og samband fullveldis og athafnafrelsis einstaklinga og fyrirtækja.

Efnahagsmál nr. 10 með umfjöllun Arnórs Sighvatssonar um fullveldi og peningastefnu má nálgast hér: Efnahagsmál nr. 10 – Fullveldi og peningastefna.

Sjá hér nánari upplýsingar um útgefin rit Seðlabanka Íslands: Rit og skýrslur


Til baka