30. júní 2021
Reglur um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda
Á morgun taka gildi reglur Seðlabanka Íslands nr. 778/2021 um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda sem samþykktar voru á fundi fjármálastöðugleikanefndar 29. júní sl. Með reglunum er hámark veðsetningarhlutfalls lækkað úr 85% í 80%. Hámarkshlutfall fyrir fyrstu kaupendur er hins vegar óbreytt, eða 90%. Samhliða eru reglur nr. 666/2017, um hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána til neytenda felldar úr gildi.Athygli er vakin á því að reglurnar gilda um samninga um fasteignalán sem gerðir eru eftir gildistöku þeirra.