logo-for-printing

15. júlí 2021

Elmar Ásbjörnsson ráðinn framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands

Elmar Ásbjörnsson, nýráðinn framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.
Elmar Ásbjörnsson, nýráðinn framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.
Elmar Ásbjörnsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra bankasviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í lok júní.

Elmar hóf störf hjá Fjármálaeftirlitinu árið 2011 sem sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti og starfaði frá árinu 2014 til ársloka 2020 sem forstöðumaður áhættugreininga fjármálafyrirtækja hjá Fjármálaeftirlitinu/Seðlabankanum. Frá ársbyrjun 2021 hefur Elmar verið starfandi framkvæmdastjóri bankasviðs Seðlabanka Íslands.

Árin 2007-2008 starfaði Elmar sem viðskiptastjóri hjá Saxo Bank A/S í Danmörku og frá 2008-2011 sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands. Elmar er viðskiptafræðingur með MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands. Hann hefur auk þess lokið löggildingu í verðbréfamiðlun.
Til baka