30. ágúst 2021
Ný lög um markaði fyrir fjármálagerninga
Alþingi samþykkti nýverið lög um markaði fyrir fjármálagerninga nr. 115/2021 og taka þau gildi 1. september næstkomandi.Með lögunum eru innleidd ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFID2), reglugerðar Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (MiFIR), framseldrar reglugerðar um skipulagskröfur og rekstrarskilyrði verðbréfafyrirtækja og framseldrar reglugerðar um skilgreiningar, samþjöppun eignasafns og eftirlitsráðstafanir hvað varðar afurðaíhlutun og stöður.
Með innleiðingu MiFID2 og MiFIR í íslenskan rétt gilda nú sömu reglur um fjárfestavernd, gagnsæi í viðskiptum og fleira sem viðkemur viðskiptum með fjármálagerninga hér á landi og annars staðar í Evrópu.
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands sendi nýlega dreifibréf til verðbréfafyrirtækja, lánastofnana, rekstraraðila markaða, rekstrarfélaga verðbréfasjóða, rekstraraðila sérhæfðra sjóða og annarra er málið varðar til að vekja athygli á gildistöku laganna. Aðilar eru hvattir til að kynna sér efni laganna og dreifibréfsins.
Dreifibréf um gildistöku laga um markaði fyrir fjármálagerninga