logo-for-printing

17. september 2021

Gjaldeyrisskiptaþjónusta án skráningar

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf í júlí 2020 skoðun á starfsemi Háspennu ehf. í þeim tilgangi að kanna hvort í henni gæti falist skráningarskyld gjaldeyrisskipti, sbr. 1. mgr. 35. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Niðurstöður lágu fyrir í júní 2021 og var það niðurstaða athugunarinnar að félagið hafi stundað gjaldeyrisskipti án skráningar. Félagið hefur þegar látið af hinni skráningarskyldu starfsemi.

Sjá nánar: Gjaldeyrisskiptaþjónusta án skráningar.
Til baka