logo-for-printing

29. september 2021

Hækkun sveiflujöfnunarauka

Bygging Seðlabanka Íslands

Í dag voru birtar í Stjórnartíðindum nýjar reglur Seðlabanka Íslands um sveiflujöfnunarauka á fjármálafyrirtæki nr. 1076/2021 sem samþykktar voru á fundi fjármálastöðugleikanefndar 28. september sl. Með reglunum er gildi sveiflujöfnunaraukans hækkað í 2% af áhættugrunni vegna innlendra áhættuskuldbindinga. Hækkunin tekur gildi eftir 12 mánuði.

Að mati nefndarinnar hefur hratt hækkandi eignaverð samhliða aukinni skuldsetningu heimila nú þegar fært sveiflutengda kerfisáhættu að minnsta kosti á sama stig og hún var fyrir útbreiðslu Covid-19-farsóttarinnar. Nefndin taldi því ekki lengur þörf á því svigrúmi sem fjármálafyrirtækjum var veitt með lækkun aukans í mars 2020.

Gildi sveiflujöfnunarauka er endurskoðað ársfjórðungslega og taka ákvarðanir um hækkun aukans alla jafna ekki gildi fyrr en tólf mánuðum síðar.

Frétt nr. 24/2021
29. september 2021


Til baka