15. október 2021
ESMA kallar eftir sjónarmiðum markaðsaðila í tengslum við fjárfestavernd MiFID 2
Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA), hefur á vef sínum kallað eftir upplýsingum og sjónarmiðum markaðsaðila og annarra haghafa varðandi nokkra þætti fjárfestaverndar á grundvelli MiFID 2 og PRIIPS. Sjónarmið þeirra verða svo yfirfarin og lögð til grundvallar tækniráðgjöf ESMA til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (EC) um þróun stefnu um fjárfestingar almennra fjárfesta. Hægt verður að koma sjónarmiðum á framfæri til 2. janúar 2022.ESMA hvetur alla aðila sem telja sig hafa hagsmuna að gæta varðandi fjárfestavernd að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Nánari upplýsingar er að finna á vef ESMA.
ESMA stendur fyrir opnum fundi 22. nóvember næstkomandi varðandi þetta mál. Fundurinn stendur frá kl. 15-17, nánari upplýsingar og skráningarform er að finna á vef ESMA.