logo-for-printing

21. október 2021

Heildarlöggjöf um verðbréfasjóði

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands vekur athygli á því að Alþingi samþykkti ný heildarlög um verðbréfasjóði nr. 116/2021 þann 13. júní 2021 og tóku þau gildi þann 1. september sl.

Með lögunum er hlutverk og ábyrgð vörsluaðila skýrt betur. Þá eru ákvæði um starfsleyfi og skipulagskröfur rekstrarfélaga verðbréfasjóða í lögunum og teljast rekstrarfélög verðbréfasjóða því ekki lengur til fjármálafyrirtækja heldur fjármálastofnana. Einnig er skerpt á valdheimildum Seðlabanka Íslands í tengslum við fjármálaeftirlit og ákvæðum um samstarf við önnur lögbær yfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu. Loks er um að ræða breytingar á ákvæðum laganna sem snúa að fjárfestingarheimildum.

Í kjölfar gildistöku laganna hafa eftirfarandi reglugerðir og reglur tekið gildi:

Til að auðvelda undirbúning þeirra sem eiga hagsmuna að gæta og í ljósi þess að um nýja heildstæða löggjöf er að ræða, býður Seðlabankinn þeim að senda inn spurningar í tengslum við ákvæði laganna og þeirra reglugerða og reglna sem hafa verið settar á grundvelli þeirra. Fyrirspurnir er hægt að senda á sedlabanki@sedlabanki.is.

Leitast verður við að svara spurningum með því að birta þær ásamt svörum við þeim á vefsíðu Seðlabanka Íslands, undir spurt og svarað. Hafi spurning ekki almenna skírskotun heldur beinist að málefnum einstakra aðila mun svar beinast beint að viðkomandi en ekki birtast opinberlega.

Til baka