Yfirlýsing Seðlabanka Íslands í loftslagsmálum
Seðlabanki Íslands styður yfirlýsingu Network for Greening the Financial System (NGFS) til loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í dag. NGFS eru alþjóðleg samtök seðlabanka og fjármálaeftirlita sem hafa lýst vilja sínum og ásetningi til að starfa saman að því að stuðla að og þróa bestu framkvæmd áhættustýringar í fjármálageiranum í tengslum við loftslags- og umverfismál og stuðla að sjálfbærri og umhverfisvænni fjárfestingu. Seðlabankinn á aðild að samtökunum og líkt og fjöldi annarra seðlabanka sem aðild eiga að þeim birti hann í dag eigin yfirlýsingu af þessu tilefni með markmiðum sínum í loftslagsmálum.
Sjá hér yfirlýsingu NGFS sem birt hefur verið í tengslum við loftslagsráðstefnuna og yfirlýsingu Seðlabanka Íslands í loftslagsmálum, auk greinar sem birt hefur verið í Kalkofninum.
Lista yfir þær stofnanir sem hafa gefið út sína eigin yfirlýsingu í tilefni af COP26 má finna hér.