logo-for-printing

09. nóvember 2021

Ný löggjöf um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta (PRIIPs)

Bygging Seðlabanka Íslands
Lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almennra fjárfesta nr. 55/2021 voru samþykkt á Alþingi 28. maí 2021 og tóku gildi 1. júlí 2021, utan 1. tölul. 19. gr. sem tekur gildi 1. janúar 2022. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1286/2014/ESB frá 26. nóvember 2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir fyrir almenna fjárfesta (PRIIP), er innleidd með lögunum. Þá hefur Seðlabanki Íslands sett reglur sem innleiða framseldar reglugerðir framkvæmdastjórnarinnar 2017/653 um framsetningu, inntak, yfirferð og endurskoðun lykilupplýsingaskjala og 2019/1866 sem breytir fyrrnefndri reglugerð.

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur sent dreifibréf til aðila sem bjóða upp á pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarafurðir og vakið athygli á gildistöku hinna nýju laga. Þeir og aðrir sem telja þetta mál sig varða eru hvattir til að kynna sér efni laganna.
Til baka