23. nóvember 2021
EIOPA beitir sér við eftirlit með eftirliti
Hinn 30. júlí 2021 gaf Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) út tilmæli til Seðlabanka Slóvakíu (Národná banka Slovenska, NBS) um að grípa til eftirlitsaðgerða gagnvart vátryggingafélagi sem stundar starfsemi yfir landamæri frá Slóvakíu í nokkrum löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins. Í frétt sem birt var 9. nóvember sl. tilkynnti EIOPA að Seðlabanki Slóvakíu hefði ekki gripið til þeirra eftirlitsaðgerða sem EIOPA lagði til. Af þeim sökum telji EIOPA að Seðlabanki Slóvakíu hafi ekki virt tilmælin.Lesa má tilkynningu EIOPA í heild sinni á vefsíðu stofnunarinnar.