30. nóvember 2021
Erindi Unnar Gunnarsdóttur varaseðlabankastjóra á ráðstefnu samráðsvettvangs samþættra fjármálaeftirlita
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, hélt nýlega erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs samþættra fjármálaeftirlita (Integrated Financial Supervisor‘s Conference) víðsvegar að úr heiminum. Þar lýsti hún því hver viðbrögð Íslendinga hefðu verið við Covid-faraldrinum, sagði frá þeim efnahagslegu áhrifum sem hann hafði og áhrifum hans á bankakerfið hér á landi, viðbrögðum bankakerfisins og þeim úrlausnarefnum sem nú er staðið frammi fyrir.Í erindi sínu studdist Unnur við efni í meðfylgjandi glærum: Credit Relief and Provisioning.