03. desember 2021
Rapyd Europe hf. fær starfsleyfi sem rafeyrisfyrirtæki
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands veitti Rapyd Europe hf. starfsleyfi sem rafeyrisfyrirtæki hinn 1. desember 2021, á grundvelli laga nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð á rafeyri. Á grundvelli leyfisins er Rapyd Europe heimilt að gefa út rafeyri samkvæmt 24. gr. laganna, auk þess að veita greiðsluþjónustu skv. lögum nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.Samhliða umsókn Rapyd Europe hf. um starfsleyfi sem rafeyrisfyrirtæki afsalaði félagið sér starfsleyfi sínu sem greiðslustofnun og hefur það nú verið afturkallað á grundvelli a liðar 1. mgr. 13. gr. laga nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.