logo-for-printing

07. desember 2021

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá Samiðn

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti fimmtudaginn 2. desember erindi hjá Samiðn – sambandi iðnfélaga.

Í erindi sínu fjallaði Rannveig um forsendur fyrir ákvörðun peningastefnunefndar um að hækka vexti út frá verðbólguhorfum, stöðu efnahagsmála og horfum miðað við hvernig staðan var fyrir faraldurinn.

Hér má finna kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum: Verðbólga og Covid - Hversu tímabundið er tímabundið? Erindi Rannveigar Sigurðardóttur hjá Samiðn 2. desember 2021.


Til baka