14. janúar 2022
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 6. - 7. desember 2021
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands hefur verið birt hér á vef Seðlabankans. Nefndarmenn ræddu meðal annars stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika, stöðu efnahagsmála, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, stöðu og áhættu í fjármálakerfinu og í rekstri fjármálafyrirtækja, fasteignamarkaðinn, fjármálasveifluna, fjármálainnviði, fjármálasamsteypur, fyrirhugaðar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki og MREL-stefnu.Sjá hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Fundur 6. -7. desember 2021 (11.fundur). Birt 14. janúar 2022.
Sjá nánari upplýsingar um nefndina hér.