14. janúar 2022
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals
Seðlabanki Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrk sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrverandi seðlabankastjóra, og veittur er af Seðlabanka Íslands.Tilgangur styrksins, sem veittur er árlega, er að styðja framtak sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf.
Styrkfjárhæðin nemur fjórum milljónum króna og verður henni úthlutað í maí 2022. Heimilt er að skipta fjárhæðinni á milli tveggja eða fleiri umsækjenda.
Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2022.
Hægt er að sækja um styrkinn með rafrænum hætti í gegnum þjónustugátt bankans.
Nánari upplýsingar um styrkinn má finna hér: menningarstyrkur