21. febrúar 2022
Umræðuferli hjá ESMA er hafið varðandi breytingar á viðmiðunarreglum um mat á hæfi á grundvelli MiFID 2
Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin (ESMA) hefur sett af stað umræðuferli um tillögur að endurbótum á viðmiðunarreglum um mat á hæfi á grundvelli MiFID 2.Kallað er eftir sjónarmiðum og umræðu um helstu breytingartillögur á viðmiðunarreglunum sem snúa að sjálfbærni. Markaðsaðilar og aðrir sem hagsmuna eiga að gæta eru hvattir til að kynna sér efnið og koma á framfæri athugasemdum eða sjónarmiðum fyrir 27. apríl 2022.
Upplýsingar um umræðuferlið og breytingatillögur er hægt að skoða á vef ESMA.
Í tengslum við umræðuferlið stendur ESMA fyrir opnum fundi 18. mars næstkomandi. Fundurinn stendur frá kl. 9 – 11 (GMT). Nánari upplýsingar og skráningarform er að finn á vef ESMA