logo-for-printing

22. mars 2022

Varaseðlabankastjóri með erindi hjá Samiðn

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti mánudaginn 21. mars, erindi hjá Samiðn – sambandi iðnfélaga.

Í erindi sínu fjallaði Rannveig um stöðu efnahagsmála og óvissu í efnahagsþróun vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Auk þess fjallaði hún um þróun verðbólgu og aðgerðir Seðlabankans.

Hér má finna kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum: Úr sóttkví í stríðsrekstur - Er óvissan endalaus?

 

Til baka