logo-for-printing

13. júní 2022

Heimsókn í Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans í Stokkhólmi

Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans, og stjórnendur seðlabanka í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Íslandi ásamt starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri sótti fundinn fyrir Seðlabankann.
Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans, og stjórnendur seðlabanka í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og á Íslandi ásamt starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri sótti fundinn fyrir Seðlabankann.

Forysta Alþjóðagreiðslubankans og fjögurra norrænna seðlabanka heimsótti í byrjun þessa mánaðar nýstofnaða Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans með aðild norrænu bankanna, en hún er starfrækt í Stokkhólmi. Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans og stjórnendur norrænu seðlabankanna fjögurra, þar á meðal Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, kynntu sér starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hóf starfsemi í júní 2021. Meðal áherslna hennar eru stafrænn gjaldmiðill seðlabanka, seðlabankarafeyrir, og innviðir fjármálamarkaða. Einn Íslendingur starfar í stöðinni í Stokkhólmi. Meðfylgjandi mynd var tekin í heimsókninni.

Sjá hér fréttir um Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans og norrænu bankanna í Stokkhólmi:

Nýsköpunarmiðstöð Alþjóðagreiðslubankans opnar norræna starfsstöð (BIS Innovation Hub Nordic Centre)

BIS stofnar nýsköpunarmiðstöð í samstarfi við Seðlabankann og fleiri norræna seðlabanka

Til baka