logo-for-printing

14. júní 2022

Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2022-2024

Seðlabanki Íslands hefur birt ritið Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði 2022-2024. Í ritinu eru lagðar fram fjórar stefnumarkandi áherslur til 2024 sem ná til fjármálamarkaðarins alls. Þær eru net- og upplýsingatækniöryggi, aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, áhersla á viðskiptavininn og sjálfbær fjármál.

Áherslunum er ætlað að vera leiðarljós í umbótastarfi og forgangsröðun fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands á næstu árum og nýtast m.a. við árlega áætlanagerð fjármálaeftirlitsins. Áherslurnar endurspegla jafnframt þau umbrot sem nú einkenna fjármálamarkaðinn og þær áskoranir sem þeim fylgir fyrir fjármálamarkaðinn og fjármálaeftirlitið. Í ritinu er sjónum jafnframt beint að þessum umbrotum en meðal sterkra aflvaka þeirra eru tæknibreytingar, breytingar á regluverki, breytingar á hegðun neytenda og vaxandi alþjóðavæðing fjármálakerfisins.

Með birtingu stefnumarkandi áherslna til 2024 er m.a. markmiðið að stuðla að gagnsæi um áherslur fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Slíkt gagnsæi gerir eftirlitsskyldum aðilum kleift að taka mið af stefnu og markmiðum fjármálaeftirlitsins í starfsemi sinni.

Hér er ritið aðgengilegt:

Stefnumarkandi áherslur við eftirlit á fjármálamarkaði


Til baka