logo-for-printing

01. júlí 2022

Niðurstaða um brot Salt Pay IIB hf. gegn 1. mgr. 16. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hóf athugun í ágúst 2021 á því hvort SaltPay IIB hf. (félagið) hafi brotið gegn þeirri skyldu að starfrækja innri endurskoðunardeild í félaginu. Niðurstaða lá fyrir í mars sl.

Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) skal starfa endurskoðunardeild í fjármálafyrirtæki sem annast innri endurskoðun, nema að í gildi sé undanþáguheimild frá fjármálaeftirlitinu frá starfrækslu slíkrar deildar, eftir atvikum að uppfylltum sérstökum skilyrðum, sbr. 5. mgr. ákvæðisins.
Á tímabilinu frá lokum apríl 2021 til 3. september s.á. var félagið hvorki með starfandi innri endurskoðunardeild né gilda undanþáguheimild frá fjármálaeftirlitinu. Fjármálaeftirlitið komst því að þeirri niðurstöðu að félagið hafi brotið gegn 1. mgr. 16. gr. fftl.


Til baka