Gjaldeyrisviðskipti í anda FX Global Code
Seðlabankinn staðfesti árið 2018 að hann fari eftir alþjóðlegum reglum um bestu framkvæmd gjaldeyrisviðskipta eða svokölluðum FX Global Code.
Á síðasta ári var gefin út uppfærð útgáfa af FX Global Code reglunum. Seðlabanki Íslands staðfestir hér með að hann hafi kynnt sér uppfærslu reglnanna og gert ráðstafanir til að tryggja hlítni við þær. Seðlabankinn hvetur mótaðila sína í gjaldeyrisviðskiptum jafnframt til þess að kynna sér uppfærslu reglnanna og eftir atvikum gera ráðstafanir til þess að uppfylla viðmið þeirra.
Víðtæk alþjóðleg samstaða ríkir um innihald FX Global Code reglnanna og eru þær taldar mikilvægur liður í að auka traust á viðskiptum á gjaldeyrismörkuðum. Sjá hér nánari upplýsingar um Global Foreign Exchange Committee.
Sjá hér staðfestingu Seðlabanka Íslands á yfirlýsingunni: Statement of commitment (bætt við 8. ágúst 2022).