Nýjar reglur um almenna tilkynningaskyldu samkvæmt lögum um gjaldeyrismál
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur nr. 861/2022, um almenna tilkynningarskyldu samkvæmt lögum um gjaldeyrismál. Um er að ræða reglur sem koma í stað reglna nr. 13/1995, um upplýsingaskyldu vegna gjaldeyrisviðskipta og fjármagnshreyfinga á milli landa.
Reglurnar gilda um tilkynningar innlendra viðskiptabanka og innlendra lögaðila sem skylt er að tilkynna um gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar á milli landa skv. 1. og 2. mgr. 10. gr. laga nr. 70/2021, um gjaldeyrismál. Í reglunum er jafnframt kveðið á um undanþágu annarra aðila sem taldir eru upp í 1. mgr. 10. gr., en innlendra viðskiptabanka, frá tilkynningaskyldu samkvæmt sama ákvæði. Þá er í reglunum ákvæði um aðgang lögreglu, skattayfirvalda og Hagstofu Íslands að upplýsingum sem berast Seðlabankanum samkvæmt reglunum sbr. 7. mgr. 10. gr. laga um gjaldeyrismál.