Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Hauk Skúlason, Tryggva Björn Davíðsson og Gnitanes ehf. hæf til að fara með virkan eignarhlut í indó sparisjóði hf.
Hinn 25. apríl 2022 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Haukur Skúlason væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í indó sparisjóði hf. sem nemur allt að 20% og að Tryggvi Björn Davíðsson væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í indó sparisjóði hf. sem nemur allt að 20%. Þá komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu 30. júní 2022 að Gnitanes ehf. væri hæft til að fara með virkan eignarhlut í indó sparisjóði hf. sem nemur allt að 20%.