24. ágúst 2022
Peningamál birt
Ritið Peningamál 2022/3 hefur verið birt hér á vef Seðlabanka Íslands. Í Peningamálum gerir Seðlabankinn grein fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári.
Í byrjun maí og byrjun nóvember er þar birt verðbólgu- og þjóðhagsspá ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum. Í febrúar og ágúst er birt uppfærð verðbólgu- og þjóðhagsspá með styttri umfjöllun um þróun og horfur efnahags- og peningamála. Greiningin og spáin gegnir síðan mikilvægu hlutverki við mótun peningastefnunnar.
Sjá hér Peningamál 2022/3
Sjá hér: yfirlit yfir efni Peningamála
Sjá hér: fyrri rit Peningamála
Ritið er einnig gefið út á ensku undir heitinu Monetary Bulletin.