Leiðrétting á tölum um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins
Tölur um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu þjóðarbúsins sem birtar voru annan þessa mánaðar hafa verið leiðréttar. Fyrri tölur gáfu rangar upplýsingar um viðskiptaskuldir og viðskiptakröfur á öðrum ársfjórðungi 2022. Leiðréttingin hefur einungis áhrif á erlenda stöðu þjóðarbúsins og fjármagnsjöfnuð greiðslujafnaðar. Engin áhrif eru á viðskiptajöfnuð eða undirliði hans.
Samkvæmt nýjum tölum eru erlendar eignir þjóðarbúsins hærri sem nemur 7 ma.kr. og erlendar skuldir 46 ma.kr. hærri. Heildaráhrif eru því að erlend staða þjóðarbúsins er 39 ma.kr. lakari en áður var gefið út og nemur leiðréttingin um 1,1% af landsframleiðslu. Leiðrétt nemur erlend staða þjóðarbúsins 824 ma.kr. eða 23,5 % af landsframleiðslu. Leiðréttur fjármagnsjöfnuður er mínus 62 ma.kr. en var áður mínus 51 ma.kr.