logo-for-printing

28. september 2022

Málstofa í dag um aukið skylduframlag í lífeyrissjóði og áhrif á annan sparnað

Bygging Seðlabanka Íslands

Frummælandi:
Þorsteinn Sigurður Sveinsson, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands.

Staður og tími:
Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1, klukkan 15.00, miðvikudaginn 28. september 2022. Gengið inn frá Arnarhóli.

Ágrip:
Árin 2016-18 hækkaði framlag margra atvinnurekenda á almennum vinnumarkaði til skyldulífeyrissparnaðar á sama tíma og framlag til opinberra starfsmanna hélst óbreytt. Hér er því um náttúrulega tilraun að ræða. Farið er í saumana á því hvaða áhrif þessi breyting í skyldulífeyrissparnaði hafði á annan sparnað einstaklinga. Rannsóknin byggir á gögnum fengnum úr skattaskýrslum allra landsmanna. Niðurstöður eru þær að annar sparnaður dróst ekki saman þegar skyldusparnaður jókst, þvert á kenningar um neysludreifingu yfir tíma (e. intertemporal consumption smoothing). Niðurstöður spurningakönnunar sem gerð var sem hluti af þessari rannsókn benda til þess að á heildina litið sé þekking almennings á lífeyriskerfinu takmörkuð og að fáir hafi vitað að framlagið til skyldulífeyrissparnaðar hafi hækkað.

Sjá hér upplýsingar um aðrar málstofur í haust: Málstofur haustið 2022.


Til baka