Evrópska kerfisáhætturáðið varar við aukinni kerfisáhættu
Evrópska kerfisáhætturáðið (ESRB) hefur gefið út viðvörun um aukna áhættu í fjármálakerfi Evrópu sem gæti ógnað fjármálastöðugleika. Ráðið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum 22. þessa mánaðar. Þar segir að kerfisáhætta hafi aukist og fari enn vaxandi í Evrópu og hvetur ráðið til þess að viðbúnaður í fjármálakerfinu verði tryggður eða aukinn þannig að það geti áfram stutt við heimili og fyrirtæki ef áhættan raungerist. Fjármálafyrirtæki eru hvött til þess að treysta viðnámsþrótt sinn með því að viðhalda nægu eigin fé.
Tilefni viðvörunarinnar eru þær afleiðingar sem stríðið í Úkraínu, nýleg veirufarsótt og tengdir þættir hafa haft á efnahagshorfur í álfunni. Þrálát verðbólga og þrengra aðgengi að fjármálamörkuðum gætu ef allt fer á versta veg haft þau áhrif á fjármálakerfið að stöðugleika verði ógnað.
Sjá nánar: Viðvörun ESRB um veikleika í fjármálakerfi ESB.